
mánudagurinn 3. nóvember 2014
Æfingar hafnar á Gretti
Æfingar á nýju íslensku leikverki Grettir hófust í dag í herbúðum Kómedíuleikhússins vestfirska. Um er að ræða einleik byggðan á þessari vinsælu Íslendingasgögu um Gretti son Ásmundar. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson og Víkingur Kristjánsson leikstýrir. Stefnt er að frumsýningu um miðjan janúar 2015 á söguslóðum Grettis.
Ætli megi ekki taka svo stórt til orða og segja: Þar kom að því. Eða bara loksins verður Grettissaga að einleik. Kappinn sá er vafa einn mesti útlagi og vandræðagemsi þjóðarinnar. Strax í æsku þótti hann vera ódæll mjög. Fátalaður og óþýður, bellinn bæði í orðum og tiltektum en fríður maður sýnum. Mikill kappi á velli og svo sterkur að hann bar naut á herðum sér. Lagði hann og bjarndýr sem berserki og meira að segja drauginn Glám.
Æfingar á einleiknum Gretti standa yfir allan nóvembermánuð og alveg fram í miðjan janúar á næsta ári. Einsog fyrr sagði verður Grettir frumsýndur í upphafi næsta árs á söguslóðum kappans. Nánar verður greint frá því þegar nær dregur. Svo fylgist vel með.
22.02.2021 / 13:28
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal
Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni róm... Meira20.02.2021 / 17:18