
mánudagurinn 28. maí 2018
2 sýningar á EG í vikunni
Okkar 42 verk var frumsýnt í liðinni viku í Einarshúsi Bolungavík. Um er að ræða kraftmikla- og sögulega sýningu er fjallar um hugsjóna og athafnamanninn Einar Guðfinnsson, eða EG. Nú þegar hafa verið sýndar þrjár sýningar á EG við fanta fínar viðtökur og aðsókn. Í þessari viku verða tvær sýningar á EG og eru þegar örfá sæti laus á aðra þeirra. Fyrri sýningin verður á fimmtudag 31. maí kl.20.00. Seinni sýningin verður á Sjómannadag, sunnudaginn 3. júní kl.17.00. Miðasala er í blússandi gangi í Einarshúsi sími 456 7901. Sýnt verður í Einarshúsi og er rétt að geta þess að ólíkt öðrum sýningum Kómedíuleikhússins sem jafnan hafa verið ferðasýningar þá verður EG aðeins sýnt í Einarshúsi Bolungavík.
Leikari í EG er Elfar Logi Hannesson sem einnig er höfundur leiksins ásamt Rúnar Guðbrandssyni sem jafnframt leikstýrir. Magnús Arnar Sigurðarson hannar lýsingu og höfundur tónlistar er Björn Thoroddsen.
EG er 42 verkefni Kómedíuleikhússins.
22.02.2021 / 13:28
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal
Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni róm... Meira20.02.2021 / 17:18