Fjalla-Eyvindur

1 af 2

Fjalla-Eyvindur er án efa frægasti útilegumaður allra tíma hér á landi. Enda var kappinn sá í útlegð í eina fjóra áratugi. Hann var í raun einfaldur sveitapiltur en þótti samt strax í föðurgarði öðruvísi en jafnaaldrar sínir. Hann var mikill hæfileikamaður smiður góður, fimur mjög og meira að segja læs. Einnig þótti hann eigi ómyndarlegur. Samt varð hann að halda á fjöll eftir að hafa verið grunaður um þjófnað. Já, aðeins grunaður aldrei var neitt sannað. Svo kynnist hann henni Höllu sinni. Hér er þessi þekkta saga túlkuð á nýjan, óvæntan og líklega soldið kómískan máta. 

 

Sýningum er lokið þökkum frábærar viðtökur

 

Aldurshópur: 15 ára og eldri

Lengd sýningar: 50 mín.

Pantanasími: 891 7025

Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is 

Höfundur/Leikari: Elfar Logi Hannesson

Tónlist: Guðmundur Hjaltason

Leikmynd/Búningar/Leikstjórn: Marsibil G. Kristjánsdóttir