ţriđjudagurinn 25. desember 2018

Gleđilega hátíđ

Valhöll gođafrćđileikur frumsýndur á nýja árinu
Valhöll gođafrćđileikur frumsýndur á nýja árinu

Kómediuleikhúsið sendir velunnurum sínum, styrktaraðilum og áhorfendum um land allt kómískar jólakveðjur. Við erum spennt fyrir komandi ári sem við viljum mjög gjarnan deila með ykkur öllum. Margt kómískt verður á okkar fjölunum á komandi ári:

 

Gísli Súrsson sýndur á ensku í Tjarnarbíó Reykjavík

Frumsýning á nýju alíslensku leikriti Valhöll

Sýningar á Sigvalda Kaldalóns halda áfram

Sögulegi einleikurinn EG sýndur bæði í Reykjavík og Bolungavík

Listamaðurinn með barnshjartað sýndur í kirkju Samúels í Selárdal

 

Sjáumst hress og kát á komandi ári í leikhúsinu þínu. Vegni ykkur allt að sólu.

ţriđjudagurinn 18. desember 2018

Gisli Sursson in Tjarnarbio

Gísli Sursson will be in Reykjavik 2019
Gísli Sursson will be in Reykjavik 2019

Gisli Sursson the award-winning Icelandic saga theatre play will be performed in English in Tjarnarbio Reykjavik. Shows will be in january and february. Tickets on tix.is 

 

Gisli Sursson in Tjarnarbíó Reykjavík the dates:

January: 7, 14, 22

February: 5, 12, 25

Every show starts at 20.00 o'clock

Tickets on www.tix.is 

 

The play Gísli Súrsson is based on the great Icelandic saga, The Saga of Gísli Súrsson, which is one of the most famous and popular of all the sagas. Gísli Súrsson was a great Icelandic Viking that came from Norway at a young age and moved to Haukadalur in the Westfjords of Iceland. Everything is peaceful there to begin with, but that peace will not last. As the story unfolds that peace is shattered and a time of great unrest follows.

Gísli Súrsson first premiered in 2005 and has been performed over 350 times in Iceland and all across Europe, including performances in Albania, Germany, Luxemburg and Norway. The play has won awards at two international theatre festivals.

Performance length: 55 minutes

Actor: Elfar Logi Hannesson

Script: Elfar Logi Hannesson and Jón St. Kristjánsson

Sets: Jón St. Kristjánsson and Marsibil G. Kristjánsdóttir

Costumes: Marsibil G. Kristjánsdóttir

Director: Jón St. Kristjánsson

 

Ađeins ein sýning af 43 hefur veriđ styrkt af Menningarráđuneyti
Ađeins ein sýning af 43 hefur veriđ styrkt af Menningarráđuneyti

Árið 2002 fengum við í fyrsta sinn styrk frá Leiklistarráði sem er sjóður Menningarráðuneytis sem úthlutar styrkjum til atvinnuleikhópa og húsa. Styrkurinn var uppá rétt yfir tvær milljónir fyrir uppfærslu á einleiknum Mugg. Frumsýnt var í fæðingarþorpi söguhetjunnar á Bíldudal. Eftir það lá leiðin á Ísafjörð var leikurinn var sýndur tvo ganga. Þá var okkur boðið að sýna í Borgarleikhúsinu sem við gerðum og fylltum salinn tvisvar. 

Af hverju er þetta rifjað upp nú? Jú, vegna þess að við erum einmitt með umsókn hjá Leiklistarráði núna og bíðum líkt og hjá böðlinum eftir svari. Reyndar er nú um að ræða tvíleik. En það sem angrar okkur mest er að við höfum aðeins einu sinni fengið styrk frá Leiklistarráði. Já aðeins í þetta eina sinn árið 2002. 

Samt erum við einn elsti starfandi sjálfstæði leikhópur landsins.

Erum eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum og aðeins eitt annað rekið á landsbyggð.

Við höfum sett upp 43 verk þrátt fyrir að afskiptaleysi Leiklistarráðs.

 

Er nema von að margur spyrji sig hvað veldur? Er það stefnuleysi Menningarráðuneytis í atvinnulistum á landsbyggð? Er það að það að reka atvinnuleikhús á landsbyggð sé ómerkilegra en að reka það á höfuðborgarsvæðinu? Svo margar hugmyndir skjóta upp kollinum. 

 

Við erum ávallt bjartsýn annars værum við ekki svona fullorðinn orðinn. Það er hinsvegar mikilvægt að láta vita þegar óréttlæti er beytt gangvart atvinnulistum á landsbyggð. Við bíðum auðvitað spennt eftir svari Leiklistarráðs hvort það verði annað en því miður kemur í ljós á nýju ári og við munum tilkynna það að sjálfsögðu hér á heimasíðu okkar hvort heldur sem svarið verður. 

miđvikudagurinn 12. desember 2018

Jólaljóđastundir fyrir eldri og yngri borgara

Vestfirskar jólaljóđastundir
Vestfirskar jólaljóđastundir

Vikan hefur sannlega verið jólaleg hjá okkur í Kómedíuleikhúsinu. Enda styttist nú óðum í hátíðina meira að segja fyrsti jólasveinninn mættur til byggða. Við settum saman sérstaka og alvestfirska jólaljóðadagskrá og fluttum fyrir eldri og yngri borgara á Ísafirði. Yngri borgararnir mættu í Safnahúsið á Ísafirði en við fórum til eldri borgara á Hlíf. Alls voru fluttar 9 jólaljóðastundir á þessum stöðum. 

Hin vestfirska jólaljóðastund samanstöð af úrvali úr jólaljóðabókinni Um jólin eftir Þórarinn Hannesson frá Bíldudal. Einnig jólaljóð úr ranni Stefáns Sigurðssonar, frá Hvítadal. En gaman er að geta þess að Kómedíuleikhúsið hefur einmitt gefið út verk þessa höfunda. Jólaljóðabókin Um jólin kom fyrst út árið 2013 og var svo vinsæl að hún seldist bara upp. Við vorum loks að endurútgefa þessa mætu jólaljóðabók og er hún komin í bókaverslanir um land allt. Í nóvember gáfum við síðan út veglegt ljóðúrval Stefáns sem kenndi sig við Hvítadal. Bókin ber heitið Allir dagar eiga kvöld og fæst vitanlega í næstu alvöru bókaverslun. 

Jólaljóðastundirnar eru hluti af tvíhliðasamningi sem Kómedíuleikhúsið er með við sinn bæ, Ísafjarðarbæ. Er þar um að ræða fjölmarga viðburði sem leikhúsið vinnur árlega fyrir bæinn einsog þau sem eldri og yngri borgurum var boðið uppá núna í vikunni. Samningurinn er á sínu síðasta ári og nú eru að hefjast viðræður um framhaldið. Við hlökkum sannlega til þess enda samstarfið við Ísafjarðarbæ verið farsælt. 

fimmtudagurinn 6. desember 2018

Gísli Súri fer í myndatöku

Gísli Súri var síđast myndađur áriđ 2005 í hlíđum Ísafjarđar. Ljósmyndari var Krummi.
Gísli Súri var síđast myndađur áriđ 2005 í hlíđum Ísafjarđar. Ljósmyndari var Krummi.

Það verður sannarlega sögulegur dagur á morgun, föstudaginn 7. desember 2018, þegar Gísli okkar Súrsson fer í myndatöku. Hann hefur nefnilega ekki verið myndaður síðan í janúar 2005 einmitt þegar leikurinn var frumsýndur. Ljósmyndari var Krummi á Ísafirði. Þessi verðlaunaleikur hefur verið á fjölunum allar götur síðan og nálgast sýningar nú 350. Eigi þarf að geta þess að það er Kómískt met og meira en það Vestfjarðamet og kannski bara bráðum Íslandsmet. Enda hefur sami leikari leikið allar þessar sýningar hvort heldur í Haukadal í Dýrafirði, í Albaníu, Akureyri eða Þýskalandi svo aðeins nokkir sýningarstaðir séu nefndir. 

Gísli Súrsson er hvergi nærri sestur í helgan súr ef eitthvað mun sýningum fjölga miklu meir. Í janúar hefjast sýningar á leiknum í Tjarnarbíó. Sýnt verður á ensku svo gott sem vikulega eitthvað fram á vorið. Í sumar verður Gísli Súri vitanlega á fjölunum á heimaslóðum á Gíslstastöðum í Haukadal en þegar er búið að bóka fjölmargar sýningar á leiknum í heimahéraði. 

Það er Ragnheiður Arngrímsdóttir, ljósmyndari, sem ætlar að taka nýjar myndir af Gísla Súrssyni. Verður um að ræða bæði nýjar auglýsinga myndir sem og myndir úr sýningunni. Er það í fyrsta skipti sem teknar verða sérstaklega myndir úr sýningunni af ljósmyndara. Já, við erum óttalega kærulaus oft í þessum málum í leikhúsinu. Sem er um leið algjörlega kómískt því leikhúsið er jú list augnabliksins og því sérlega mikilvægt að festa listina á filmu. Betra seint en ekki sagði einhver. 

fimmtudagurinn 22. nóvember 2018

Kómedíuleikhúsiđ bćtir viđ sig

Kristín Nanna nýr starfskraftur Kómedíuleikhússins
Kristín Nanna nýr starfskraftur Kómedíuleikhússins

Kómedíuleikhúsið hefur nú hafið tveggja mánaða kynningar- og markaðátak. Hefur leikhúsið því ráðið Kristínu Nönnu Vilhelmsdóttur til starfa. Mun Nanna næstu mánuði vinna að þessum mikilvægu málum í okkar leikhúsi. Það er staðreynd að einmitt kynning og markaðssetning skipta sífellt meira máli í þeim annasama heimi og tilveru sem við lifum á í dag. Kómedíuleikhúsið hefur lengi haft það á sinni stefnuskrá að gera gagnskör í þessum mikilvægu málum og loksins er komið að því, betra er seint en ekki sagði einhver. 

Kómedíuleikhúsið býður Kristínu Nönnu Vilhelmsdóttur, sem á ættir að rekja í Dýrafjörð nema hvað, velkomna til starfa og hlökkum mikið til samstarfsins. Einsog hinn maðurinn sagði, þetta verður ekkert leiðinlegt. 

ţriđjudagurinn 13. nóvember 2018

Ertu búin/n ađ ná ţér í Alla daga

Gjör ţú vor, mitt líf ađ ljóđi, er lifi sjálfan mig. Svo orti skáldiđ Stefán svo réttilega
Gjör ţú vor, mitt líf ađ ljóđi, er lifi sjálfan mig. Svo orti skáldiđ Stefán svo réttilega

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út veglegt úrval ljóða Stefáns Sigurðsson er kenndi sig við Hvítadal. Skáldið sem er fyrsti innfæddi Hólmvíkingurinn er án efa einn af hinum stóru í íslenskri ljóðasögu. Langt er síðan ljóð Stefáns hafa verið fáanleg í svo veglegri útgáfu en það var árið 1945 sem heildarútgáfa hans ljóða kom út, ritstýrt af skáldinu Tómasi Guðmundssyni. 

Ljóðaúrval þetta Allir dagar eiga kvöld sækir nafn sitt í eitt ljóða Stefáns, Sóldagur. Víst var sólin honum hugstæð en þó einnig vorið og í bókinni má finna fjölmörg vorljóð. Andstæðan var honum einnig hugstæð myrkrið og myrknættið. Eigi má gleyma jólunum því víst var skáldið mikið jólabarn og nægir þar að nefna hið frábæra jólaljoð með einfalda nafnið, Jól:

Þau lýsa fegurst,

er lækkar sól, 

í blámaheiði,

mín bernskujól.

 

Svo enn sé vitnað í orð skáldsins þá má vel segja að, skáldið er fólksins æð. Bókin er ríkulega myndskreytt hvar myndskreytarnir eru allt konur og stúlkur á breiðum aldri. Sú elsta fædd 1971 og sú yngsta 2012. Auk þess kemur þessi einstaki listahópur úr sama ranni þar sem um er að ræða móður, dætur og barnabörn.

Allir dagar eiga kvöld. Ljóðaúrval Stefáns frá Hvítadal fæst í næstu bókaverzlun. 

föstudagurinn 9. nóvember 2018

Öllum dögum fagnađ í dag

Útgáfunni fagnađ í Mál og menningu laugavegi
Útgáfunni fagnađ í Mál og menningu laugavegi

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Allir dagar eiga kvöld ljóðaúrval skáldsins Stefáns Sigurðssonar er kenndi sig við Hvítadal. Ljóð þessa ástsæla skálds hafa ekki verið aðgengileg á bókaformi í rúma hálfa öld. Árið 1945 kom heildarútgáfa ljóða hans síðast út og því er löngu kominn tími á útgáfu þessa. Ljóð Stefáns Sigurðssonar frá Hvítadal sannlega lifa og gott ef þau ná ekki enn betur til lesandans í dag. Meðal þekktra ljóða Stefáns má nefna Erla, Vorsól, Jól og Farandskáld.

Ljóðaúrval Stefáns er nú hefur verið gefið út nefnist Allir dagar eiga kvöld. Þar er að finna úrval ljóða skáldsins alls 35 talsins. Þó að við lifum á tækniöld og margt sé til á alnetinu þá er ekki síður mikilvægt að listaverkin séu aðgengileg á bók. Hvað þá ljóð okkar bestu skálda. Allir dagar eiga kvöld er ríkulega myndskreytt. En gaman er að geta þess að myndskreytar bókarinnar eru allt konur og stúlkur á breiðum aldri. Ekki nóg með það heldur eru þær allar úr sama ranni. Móðir, dætur og barnabörn. Sú elsta fædd 1971 og sú yngsta fædd 2012.

Þessari tímamótaútgáfu á úrvali ljóða Stefáns frá Hvítadal verður fagnað á komandi helgi. Á föstudag 9. nóvember kl.17.01 verður útgáfuhóf í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi Reykjavík. Þar munu leikararnir Elín Sveinsdóttir, Sigurður Skúlason og Þórey Sigþórsdóttir lesa úrval ljóða Stefáns. Einnig mun Elfar Logi Hannesson, leikari, fjalla um hið vestfirska skáld.

Stefán Sigurðsson er ekki bara Vestfirðingur heldur og fyrsti innfæddi Hólmvíkingurinn. Á sunnudag 11. nóvember kl.15.02 verður útgáfu Allir dagar eiga kvöld fagnað í héraði. Nánar tiltekið á Sauðfjársetrinu á Ströndum. Þar verður haldin heljarmikil dagskrá er ber yfirskriftina Bókmenntir og menningarlíf – Strandir 1918. Á menningardagskrá þessari verður m.a. fjallað um fyrsta Hólmvíkingin, Stefán Sigurðsson, en gaman er að geta þess að hans fyrsta ljóðabók kom einmitt út árið 1918. Þar mun æskan á Hólmavík lesa ljóð skálsins síns, Stefáns Sigurðssonar er kenndi sig við Hvítadal.

Allir dagar eiga kvöld fæst í bókaverslunum um land allt.

ţriđjudagurinn 30. október 2018

Síđustu sýningar á Kaldalóns í Hannesarholti

Kaldalóns kveđur Hannesarholt á helginni
Kaldalóns kveđur Hannesarholt á helginni

Nú eru aðeins tvær sýningar eftir á Sigvalda Kaldalóns í Hannesarholti Reykjavík. Næst síðasta sýningin er í kveld þriðjudaginn 30. október kl.20.00. Lokasýning verður síðan á sunnudag 4. nóvember kl.16.00. Miðasala á báðar sýningarnar á www.tix.is

Kaldalóns leikritið var frumsýnt í Hannesarholti 4. október og hefur verið sýnt nokkra ganga í holti Hannesar en einnig í Fella- og Hólakirkju, Ísafirði og Bíldudal. 

Kaldalóns er þó eigi hættur á fjölunum því það nokkrar sýningar verða á landsbyggðinni. Á föstudag 2. nóvember bregðum við okkur á Blönduós. Einnig verða sýningar á Þingeyri, Hólmavík og Akranesi. Mjög líklegt að fleiri sýningarstaðir bætist við þegar á líður nóvember.

ţriđjudagurinn 23. október 2018

Kaldalóns fyrir vestan

Kaldalóns fyrir vestan á helginni
Kaldalóns fyrir vestan á helginni

Kómedíuleikhúsið sýnir hinn vinsæla leik Sigvaldi Kaldalóns fyrir vestan á helginni. Laugardaginn 27. október verður leikurinn sýndur í Hömrum á Ísafirði. Um tvær sýningar verður að ræða hefst sú fyrri kl.15.00 og sú seinni kl.17.00. Á sunnudag verður Kaldalóns á fjölunum í leikhúsinu á Þingeyri kl.15.00. Þaðan verður farið í næsta fjörð og Kaldalóns sýndur á Bíldudal kl.20.30 á sunnudagskveld. Gaman er að geta þess að ókeypis er á Kaldalóns á Bíldudal í boði Íslenska kalkþörungafélagsins.

Miðasala á hinar sýningarnar er í blússandi gangi á söluvefnum tix.is 

Eldri fćrslur