föstudagurinn 12. júlí 2019

Lokasýning á EG sunnudag

EG kveđur en verđur svo ađgengilegur á Storytel
EG kveđur en verđur svo ađgengilegur á Storytel

Sögulegi einleikurinn EG verður sýndur í síðasta sinn núna á sunnudag. Að vanda verður sýnt í Einarshúsi í Bolungarvík og hefst sýningin kl.16.00. Þetta er 21 sýning á EG svo óhætt er að segja að vel hafi gengið og viðtökur verið framar vonum.

Höfundar leiksins eru þeir Elfar Logi Hannesson og Rúnar Guðbrandsson, sá fyrr nefndi leikur en síðar nefndi leikstýrir. Höfundur tónlistar er Björn Thoroddsen og lýsingu hannaði Magnús Arnar Sigurðarson.

Gaman er að geta þess að í haust verður leikritið EG aðgengilegt á hljóðbókaveitunni Storytel. Er það liður í að koma nokkrum sýningum Kómedíuleikhússins inná þá vinsælu hlustunarveitu. EG verður fyrsta leikrit Kómedíuleikhússins sem mun rata inná Storytel. 

ţriđjudagurinn 9. júlí 2019

Síđustu sýningar á EG

Miðvikudaginn 10. ágúst verður sögulegi einleikurinn EG sýndur í 20 sinn í Einarshúsi. Rúmt ár er síðan leikurinn var sýndur og er óhætt að segja að viðtökur hafi verið góðar. En nú er komið að því að EG kveðji leiksviðið. Sýningin á miðvikudag er sú næst síðasta á EG. Sýningin hefst kl.20.00 í Einarshúsi og fer miðasala fram á staðnum.

Síðasta sýning á EG verður síðan á sunnudag 14 júlí kl.16.00. 

miđvikudagurinn 3. júlí 2019

EG snýr aftur í Einarshúsi

Á helginni verður mikið um að vera í Bolungavík. Þá verður hin árlega Markaðshelgi þar í bæ. Kómedíuleikhúsið tekur að vanda þátt í hátíðinni og sýnir á laugardag Dimmalimm. Ekki nóg með það heldur verður einnig sögulegi einleikurinn EG sýndur í söguhúsi nefnilega í Einarshúsi. Leikurinn sá var frumsýndur síðasta sumar og sýndur fyrir uppseldu húsi. 

Sýningin á EG verður núna á laugardag kl. 17.00. Miðasölusími er 823 7665. Einnig er hægt að kaupa miða á sýningardag í Einarshúsi. Miðaverð aðeins 3.500.- krónur. 

Þetta er 19. sýning á einleiknum EG og nú fer hver að verða síðastur að sjá þennan sögulega leik. 

miđvikudagurinn 3. júlí 2019

EG snýr aftur í Einarshúsi

Nú fer hver ađ verđa síđastur ađ sjá EG
Nú fer hver ađ verđa síđastur ađ sjá EG

Á helginni verður mikið um að vera í Bolungavík. Þá verður hin árlega Markaðshelgi þar í bæ. Kómedíuleikhúsið tekur að vanda þátt í hátíðinni og sýnir á laugardag Dimmalimm. Ekki nóg með það heldur verður einnig sögulegi einleikurinn EG sýndur í söguhúsi nefnilega í Einarshúsi. Leikurinn sá var frumsýndur síðasta sumar og sýndur fyrir uppseldu húsi. 

Sýningin á EG verður núna á laugardag kl. 17.00. Miðasölusími er 823 7665. Einnig er hægt að kaupa miða á sýningardag í Einarshúsi. Miðaverð aðeins 3.500.- krónur. 

Þetta er 19. sýning á einleiknum EG og nú fer hver að verða síðastur að sjá þennan sögulega leik. 

mánudagurinn 24. júní 2019

Listamađurinn frumsýndur í dag í Selárdal

Listamađurinn sýndur í eigin veröld
Listamađurinn sýndur í eigin veröld

Einsog listamaðurinn orðaði það í úttvarpsauglýsingu: Listsýning í Selárdal, til sýnis verða ljón og önnur sjávardýr, 50 aurar inn.

Já, það er runninn upp brakandi ferskur frumsýningardagur hér við ysta haf, í Selárdal Arnarfirði. Klukkan 16.00 í dag verður leikverkið Listamaðurinn með barnshjartað frumsýnt í kirkju listamannsins hér í Selárdal. Nú þegar hafa fjölmargir bókað miða á sýninguna en kirkja Samúels er einsog félagsheimilið í Með allt á hreinu stærri að innan en utan og því ávallt pláss. Miðasala fer fram á tix.is og einnig á sýningarstað. 

Þetta er aðeins upphafið af ævintýrinu því Listamaðurinn með barnshjartað verður sýndur alla þessa viku að laugardegi undanskilum kl.16.00.

 

Sýningar verða sem hér segir:

Mán 24. júní kl.16.00

Þri. 25. júní kl.16.00

Mið. 26. júní kl.16.00

Fim. 27. júní kl.16.00

Fös. 28. júní kl.16.00 NÆST SÍÐASTA SÝNING

Sun. 30. júní kl.16.00 LOKASÝNING 

 

Miðasala á tix.is og á sýningarstað.

laugardagurinn 22. júní 2019

Listamađurinn daglega í Selárdal

Listamađurinn daglega á söguslóđum
Listamađurinn daglega á söguslóđum

Kómedíuleikhúsið sýnir leikverkið Listamaðurinn með barnshjartað daglega í komandi viku. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson, leikstjórn annast Marsibil G. Kristjánsdóttir. Leikurinn verður sýndur á söguslóðum í kirkju Samúels í Selárdal. Það er alveg einstakt að upplifa sýningu á sögustað. Rétt er að geta þess að leikurinn verður aðeins sýndur þessa einu viku í Selárdal.

Miðasala stendur yfir á tix.is. Sýnt verður í kirkju Samúels í Selárdal daglega kl.16.00. Sýningar verða sem hér segir:

Mán 24. júní kl.16.00

Þri. 25. júní kl.16.00

Mið. 26. júní kl.16.00

Fim. 27. júní kl.16.00

Fös. 28. júní kl.16.00 NÆST SÍÐASTA SÝNING

Sun. 30. júní kl.16.00 LOKASÝNING 

 

Miðasala á tix.is og á sýningarstað.

laugardagurinn 1. júní 2019

Leiklistarmiđstöđ Kómedíuleikhússins

Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins er brautryðjenda verkefni í leiklistarmálum á svæðinu. Kómedíuleikhúsið ætlar að koma sér upp sérstakri leiklistarmiðstöð undir starfsemi sína á Þingeyri og hlutum til þess styrk frá Öll vötn til Dýrafjarðar. Um er að ræða vinnuaðstöðu til æfinga á leikverkum okkar, skrifstofuaðstöðu Kómedíuleikhússins, aðstaða til hýsa leikmyndir okkar og búningasafn, og síðast en ekki síst aðstaða til að geta boðið uppá leiklistarnámskeið, fyrirlestra ofl.

Kómedíuleikhúsið hefur í dag ekkert fast æfingahúsnæði og því viljum við breyta og framtíðina sjáum við fyrir okkur í Dýrafirði. Okkar markmið er að vera leiðandi í leiklist á Vestfjörðum og því mun komandi leiklistarmiðstöð okkar hafa mikið að segja. Þangað munu koma atvinnulistamenn til að vinna með okkur að uppsetningum Kómedíuleikhússins. Einnig mun hingað streyma listafólk allsstaðar af landinu til að sækja námskeið og annað leiklistartengt s.s. fyrirlestra. Þetta verður ekki sýningaraðstaða enda höfum við glæst leikhús nú þegar á Þingeyri í Félagsheimilinu.

Stefnt er að því að hefja starfsemi okkar í Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins í ágúst komandi ef allt gengur eftir. Nú erum við á höttunum eftir hentugu húsnæði á leiklistar eyrinni Þingeyri.

Spennandi. 

mánudagurinn 20. maí 2019

Dimmalimm, Karíus og Baktus í leikferđ

Dimmalimm, Karíus og Baktus, verđa á Patró, Bíldó og Hólmavík á helginni
Dimmalimm, Karíus og Baktus, verđa á Patró, Bíldó og Hólmavík á helginni

Á helginni komandi verður Dimmalimm á leikferð um Vestfirði ásamt þeim Karíusi og Baktusi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi tvö vinsælu barnaleikverk eru sýnd saman því á páskum voru leikirnir sýndir í leikhúsinu á Þingeyri við miklar vinsældir og aðsókn. Það er einmitt Leikdeild Höfrungs á Þingeyri sem stendur að sýningunni á Karíus og Baktus en leikstjóri er Elfar Logi Hannesson, leikarinn í Dimmalimm. 

Alls verða leikirnir tveir sýndir á þremur stöðum á Vestfjörðum nú um helgina. Leikurinn hefst á Patreksfirði kl.13.00. Sama dag kl.17.00 verður sýnt á Bíldudal. Leikferðinni líkur síðan á Hólmavík á sunnudeginum kl.15.00. Miðaverð er aðesins 3.900.- krónur en sérstakt fimm Dimmalimm tilboð er í boði. Ef þú pantar fimm miða borgar þú bara fyrir fjóra.

Miðasala á staðnum og í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 823 7665.

fimmtudagurinn 9. maí 2019

Dimmalimm í Laugardalshöllinni

Ćvintýri Dimmalimm halda áfram
Ćvintýri Dimmalimm halda áfram

Kómedíuleikhúsið, eitt leikhúsa, tekur þátt í hinni veglegu heimilssýningu Lifandi heimili 2019. Þetta risastóra sýning verður haldin í sjálfri Laugardalshöllinni helgina 17. - 19. maí. Það er nýjasta flaggskip Kómedíuleihússins sem verður okkar fulltrúi. Nefnilega Dimmalimm. Gestum gefst kostur á að kynna sér leiksýninguna sem og heilsa uppá Dimmalimm, svaninn og Pétur prins. 

Á laugardag og sunnudag verður Dimmalimm einnig á hátíðarsviði sýningarinnar. Sýnt verður brot úr þessari vinsælu ævintýrasýningu. 

ţriđjudagurinn 7. maí 2019

Gísli Súri á Barnamenningarhátíđ

Gísli mćtir í Reykholt
Gísli mćtir í Reykholt

Loksins verður verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson sýndur í Reykholti. Nánar tiltekið miðvikudaginn 8. maí kl. 11.30 í Reykholtskirkju. Er sýningin liður í Barnamenningarhátíð í Reykholti sem haldin er af Snorrastofu í samstarfi við fleiri aðila. 

Af hverju segjum við loksins hér í upphafi. Jú, sögumaðurinn í Gísla leiknum heitir einmitt Snorri og fyrirmyndin er Snorri í Reykholti. Ekki þó Sturluson heldur Jóhannesson. Snorrinn sá var kennari í Héraðsskólanum á Reykholti á síðustu öld. Kenndi hann m.a. Gísla sögu þar á meðal leikaranum Elfari Loga Hannessyni. Árið áður hafði hann fallið í Gísla sögu og varð því að taka Gísla sögu áfangann að nýju og viti menn og konur. Drengurinn flaug í gegnum Gísla prófið. Enda má segja að Snorri hafi ekki bara kennt söguna heldur og leikið hana sérstaklega bardagana. Svo áhrifamikil var túlkun kennarans að  hann var innblástur og í raun kveikjan af einleiknum Gísli Súrsson. 

Eldri fćrslur