Bjálfansbarniđ vćntanlegt í bćinn á nýjan leik
Bjálfansbarniđ vćntanlegt í bćinn á nýjan leik

Jólin koma, jólin koma já bara alveg rétt bráðum. Hvað er betra en að stytta biðina með því að bregða sér á sannkallað jólaævintýri. Kómedíuleikhúsið frumsýnir nýtt jólaleikrit Bjálfansbarnið og bræður hans laugardaginn 26. nóvember í Listakaupstað á Ísafirði. Hér er á ferðinni ævintýralegt jólaleikrit um vestfirsku jólasveinana sem hafa ekki sést í mannabyggðum í eina öld ef ekki meir. Það má því búast við miklu ævintýri þegar þessir kappar snúa aftur og munu örugglega, að hætti jólasveina mála bæinn rauðann. Bjálfansbarnið og bræður hans verður fyrst sýnt síðustu helgina í nóvember og eftir það allar helgar í desember. Sérstök jóla- og hátíðasýning verður milli jóla og nýárs þann 30. desember. Forsala á allar sýningar hefst í dag kl.14.14 í Vestfirzku verzlunni á Ísafirði.  Miðaverðið er sannkallað jólaverð aðeins 1.900.- kr.

Allir í leikhús fyrir jólin.

sunnudagurinn 13. nóvember 2011

Ný heimasíđa

Fyrsta frumsýning leikársins verđur á jólaleikritinu Bjálfansbarniđ og brćđur hans
Fyrsta frumsýning leikársins verđur á jólaleikritinu Bjálfansbarniđ og brćđur hans

Velkomin á nýja heimasíðu Kómedíuleikhússins. Hönnuður síðunnar er Baldur Páll Hólmgeirsson eða Baldur Pan einsog hann er oft nefndur. Baldur er fjölhæfur listamaður og hefur vakið mikla athylgi fyrir verk sín í listinni og þá einkum ljósmyndir hans. En gaman er að geta þess að Baldur er einmitt hirðljósmyndari Kómedíu og tekur allar myndir þessa Kómíska leikárs. Hér á heimasíðunni færð þú allar upplýsingar um atvinnuleikhúsið Vestfirska allt frá upphafi og líka fram í tímann því hér á síðunni er leikárið 2011/2012 kynnt sérstaklega og er það sannarlega alþýðlegt og ævintýralegt. Rós Kómedíunnar Þjóðlegu hljóðbækurnar fá líka sér stöðu hér á síðunni og er hægt að panta þessa þjóðlegu gullmola hér. Kómedían er sífellt í þróun og því rétt að fylgjast reglulega með hér á heimasíðunni.

ţriđjudagurinn 11. október 2011

Kómedíuleikhúsiđ sýnir á Catalinu Kópavogi

Tvær kómískar og sögulegar vestfirskar leiksýningar verða sýndar á Catalinu Kópavogi þriðjudaginn 8. nóvember kl.20. Sýnd verða leikritin Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix en báðar sýningarnar hafa verið sýndar um land allt og nú síðast í Kaupmannahöfn við miklar vinsældir. Miðaverð er aðeins 1.900.- krónur og það er posi á staðnum. Miðasala er þegar hafin í síma 554 2166. Nú er bara að taka daginn frá og fjölmenna á alvestfirskt leikhús á Catalinu í Kópavogi.

Kómedíuleikhúsið heldur áfram að ferðast um landið og miðinn með sýningar sínar um þá hálfbræður Jón Sigurðsson og Bjarna Þorlaugarson. Nú er röðin komin að Selfossi. Sýnt verður sunnudaginn 6. nóvember kl.20 á Hótel Selfossi. Að vanda er miðaverðið þetta gamla góða kómíska aðeins 1.900.- kr, tvær leiksýningar á verði einnar. Leikverkin Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix hafa verið sýnd um land allt og nú síðast í Kaupmannahöfn við dúndur góðar viðtökur. Enda er hér um alvestfirskar, áhirfaríkar og sögulegar leiksýningar að ræða sem tengjast sögu Vestfjarða sterkum böndum. Bjarni á Fönix var frumsýndur fyrir rúmu ári síðan en leikurinn um Jón Sigurðsson var frumsýndur á afmælisdegi söguhetjunnar núna í sumar.

fimmtudagurinn 6. október 2011

Kómedíuleikhúsiđ í Danmörku

Kómedíuleikhúsið brá sér til Köben og sýndi tvö af sínum vinsælustu verkum í Jónshúsi í byrjun október. Sýndir voru leikirnir Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix. Verkin hafa verið sýnd um land allt við miklar vinsældir enda er hér um að ræða vandaðar og sögulegar leiksýningar sem tengjast skemmtilega. En líklegt er talið að þeir Jón Sigurðsson og Bjarni Þorlaugarson séu hálfbræður þó ekkert sé reyndar fullsannað um það. Leikferðin til Danmerkur gekk glimrandi vel og var sýningin vel sótt. Sýnt var í samstarfi við Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn sem vildi þannig heiðra minningu Jóns Sigurðssonar en í ár eru 200 ár frá fæðingu kappans. Vel var við hæfi að sýna í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Jón Sigurðsson bjó um áraskeið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kómedíuleikhúsið fer til útlanda með leikverk sín en til þessa höfum við sýnt í Albaníu, Lúxembúrg og tvívegis í Þýskalandi og nú hefur Danmörk bæst í landakort Kómedíu. Leikhúsið þakkar Íslendingafélaginu í Kaupmannahöfn kærlega fyrir frábærar móttökur og gott samstarf.

Síđa 34 af 34
Eldri fćrslur