mnudagurinn 21. ma2012

N kmeda vntanleg

Við erum kominn á fullt í undirbúning að næstu kómedíu sem verður fjórða frumsýning leikársins og jafnframt sú síðasta. Enn sækjum við í hinn gjöfula vestfirska sagnaarf. Við höfum verið á ævintýralegum og alþýðlegum nótum þetta leikárið. Næsta leikverk er sótt í sama grunn nefnilega ævintýralegi alþýðulistamaðurinn Samúel Jónsson í Selárdal. Einnig þekktur undir gælunafninu Listamaðurinn með barnshjartað og mun leikverkið einmitt heita það. Samúel var sannarlega ævintýralegur alþýðulistamaður hann byggði fjöldan allan af steypulistaverkum ljónagosbrunn, Leif heppna, strák að gefa sækýr að éta einsog ekkert sé eðlilegra. Hann málaði og tálgaði listaverk allt lék í höndum hans. Þekktasta verk hans er án efa kirkjan sem enn stendur í Selárdal. En sagan á bakvið þá bygginu er ævintýri útaf fyrir sig. Höfundur og leikari sýningarinnar er Elfar Logi Hannesson en Marsibil G. Kristjánsdóttir leikstýrir. 

Listamaðurinn með barnshjartað verður frumsýnt á sérstakri Sambahátíð sem verður haldin í Selárdal í Arnarfirði laugardaginn 7. júlí.

mivikudagurinn 16. ma2012

Vinnuftunum var vel teki

Á baráttudegi verkalýðsins frumsýndi Kómedía nýtt íslenskt verkamannaleikrit. Verkið heitir Í vinnufötum og slitnum skóm, með Elfari Loga sem einnig gerði leikgerðina. Verkið er byggt á bók Sigurðar Péturssonar Vindur í seglum sem fjallar um bernskusögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum. Tvær sýningar voru þann 1. maí fyrst á Ísafirði og svo á Suðureyri. Skemmst er að geta þess að sýningunni var afar vel tekið og kom líklega mörgum á óvart hve stórbrotin verkalýðssagan vestfirska er. Leikurinn er tæpur hálftími í flutningi.

Á næstunni er stefnt að því að sýna Í vinnufötum og slitnum skóm víðar um Vestfirði á vegum Verkalýðsfélags Vestfjarða.

mnudagurinn 30. aprl2012

N kmeda frumsnd 1. ma

Nýtt alvestfirskt verkalýðsleikrit verður frumsýnt 1. maí á Ísafirði. Leikurinn heitir Í vinnufötum og slitnum skóm og segir bernskusögu verkalýðsfélaga á Vestfjörðum og er sérsaklega saminn fyrir Verkalýðsfélag Vestfirðinga. Verkið er byggt á bók Sigurðar Péturssonar Vindur í seglum þar sem fjallað er um verkalýðssöguna vestfirsku frá 1870 - 1930. Höfundur leikgerðar og leikari er Elfar Logi Hannesson.

Í vinnufötum og slitnum skóm verður sýnt tvívegis á baráttudegi verkalýðssins fyrir vesta. Frumsýningin verður í Edinborgarhúsinu kl.14.40 og önnur sýning verður síðan í Félagsheimilinu á Suðureyri kl.16. Fleiri sýningar á Vestfjörðum eru fyrirhugaðar á næstunni.

fimmtudagurinn 12. aprl2012

Skldi rm httir fyrir fullu hsi

Nýjasta leikverk Kómedíu Náströnd - Skáldið á Þröm hefur fengið fanta fínar viðtökur. Leikurinn var frumsýndur 23. mars fyrir stútfullu Félagsheimli Súgfirðinga. Skemmst er að geta þess að fullt hús var á öllum sex sýningum verksins en aukasýningu var bætt við á Pásakadag og var sú sýning einnig uppseld. Það er því nokkuð kómískt að sýningum á leikverkinu Náströnd - Skáldið á Þröm sé lokið. En örvæntið ekki leikurinn verður settur upp að nýju á árinu. Næstu sýningar verða á hinni frábæru Sæluhelgi á Suðureyri í júlí og einnig hefur Kómedíunni verið boðið að sýna leikinn á hinni einstöku leiklistarhátíð Act alone. En gaman er að geta þess að Act alone verður einmitt haldin á Suðureyri nú í ár en þetta er níunda árið í röð sem hátíðin er haldin. Loks má geta þess að stefnt er að því að sýna Náströnd - Skáldið á Þröm á næsta Kómíska leikári. Kómedíuleikhúsið þakkar gestum kærlega fyrir frábærar viðtökur og hlökkum til að sjá ykkur aftur í leikhúsinu.

sunnudagurinn 8. aprl2012

Aukasning Skldi rm kvld

Frábærlega hefur gengið með nýjasta Kómedíukróann Náströnd - Skáldið á Þröm. Fullt hefur verið á öllum sýningum og uppselt á sýningu kvöldsins. Því er aukasýning í kvöld kl.22.30 og er miðasala þegar hafin á sýninguna í síma 891 7025. Miðaverð er aðeins krónur 2.500.-kr. Sýnt er á söguslóðum skáldsins á Suðureyri við Súgandafjörð í flotta félagsheimilinu þar.

Náströnd - Skáldið á Þröm fjallar um alþýðuskáldið Magnús Hj. Magnússon sem er betur þekktur undir heitinu Skáldið á  Þröm. Magnús var fyrirmyndin af Ólafi Kárasyni í Heimsljósi Kiljlans. Náströnd er sérlega áhrifamikið verk sem hreyfir við þér og fær þig til að hugsa dáldið um lífið og tilveruna.

rijudagurinn 3. aprl2012

Kmeduleikhsi Djflaeyjunni kvld

Nýjasta leikverk Kómedíueikhússins Náströnd - Skáldið á Þröm verður til umfjöllunnar í menningarþættinum Djöflaeyjunni á RÚV í kvöld. Ársæll Níelsson leikari verksins verður í spjalli við Þórhall Gunnarsson og einnig verða sýnd brot úr sýningunni. Leikurinn hefur verið sýndur 4 sinnum fyrir svo gott sem fullu húsi í hvert sinn. Nú er hinsvegar komið að lokasýningunni og verður hún á Páskadagskvöld kl.21. Miðasala er þegar hafin og gengur blússandi vel. Miðasölusími: 891 7025.

Náströnd - Skáldið á Þröm fjallar um ævi alþýðulistamannsins Magnúsar Hj. Magnússonar sem var fyrirmyndin af Ólafi Kárasyni í Heimsljósi Kiljans. Allur texti leikverksins er eftir Magnús sjálfan og er fengin úr dagbókum hans svo voru miklar af vöxtum fleiri þúsund blaðsíður. Leikurinn er sýndur í Félagsheimilinu Suðureyri.

fstudagurinn 30. mars2012

Skldi rm um helgina

Nýjasta leikverk Kómedíuleikhússins Náströnd - Skáldið á Þröm hefur fengið fanta fínar viðtökur enda er hér á ferðinni einlæg og einstök saga alþýðulistamanns að vestan. Tvær sýningar verða núna um helgina á föstudag og laugardag kl.20 í Félagsheimilinu Suðureyri. Miðasala er í fullum gangi í síma 891 7025 en rétt er að geta þess að sætafjöldi er takmarkaður. Náströnd - Skáldið á Þröm er sérstök afmælissýning Kómedíuleikhússins sem fangar 15 ára afmæli sínu í ár. Það er Ársæll Níelsson sem leikur alþýðuskáldið Magnús Hj. Magnússon eða Skáldið á Þröm einsog hann er betur þekktur. Líf skáldsins var meira sannarlega sögulegt og oftast þyrnum stráð. Í þessari sýningu er gefin góð mynd af ævi þessa einstaka listamanns.

Loks má geta þess að leikurinn verður einnig sýndur um páskana. Sýnt verður á Páskadagskvöld kl.21.

mnudagurinn 26. mars2012

Skldi rm fkk fullt hs

Kómedíuleikhúsið frumsýndi nýtt íslenskt leikverk Náströnd - Skáldið á Þröm fyrir fullu Félagsheimili Súgfirðinga á föstudag. Leikurinn fékk fanta góðar viðtökur frumsýningargesta enda er hér um að ræða einstaka sögu alþýðulistamannsins Magnúsar Hj Magnússonar sem er betur þekktur undir heitinu Skáldið á Þröm. Leikurinn er byggður á dagbókum skáldsins og er allur texti leikverksins eftir Magnús. Náströnd - Skáldið á Þröm er sérstök afmælissýning Kómedíuleikhússins sem fagnar 15 ára afmæli sínu nú í ár og er leikhúsið með elstu starfandi einkarekinna leikhúsa í dag. Leikurinn er 28. frumsýning Kómedíuleikhússins.

Næstu sýningar á Náströnd - Skáldið á Þröm eru um helgina. Sýnt verður bæði á föstudag og laugardag kl.20 í Félagsheimilinu Suðureyri. Miðasala er þegar hafin í síma 891 7025

Nýtt íslenskt leikverk Náströnd - Skáldið á Þröm verður frumsýnt í kvöld kl.20 í Félagsheimilinu á Suðureyri. Uppselt er í kvöld en laus sæti á aðra sýningu annað kvöld kl.20. Verkið sem er einleikur fjallar um alþýðuskáldið Magnús Hj. Magnússon sem var fyrirmyndin af Ólafi Kárasyni í Heimsljósi Kiljans. Mikið er lagt í uppfærsluna sem er sérstök afmælissýning Kómedíuleikhússins sem fangar 15 ára afmæli í ár. Kómedían er meðal duglegustu leikhúsa landsins og er með elstu sjálfstætt starfandi leikhópa á landinu í dag. Athygli vekur að allur texti leikverksins er eftir Magnús sjálfan og er að mestu sóttur í dagbækur skáldsins sem eru mjög miklar af vöxtum gott ef kallinn eigi ekki Íslandsmet í dagbókarskrifum. Leikgerðina unnu þeir Ársæll Níelsson og Elfar Logi Hannesson sem er jafnframt leikstjóri en Ársæll bregður sér í hlutverk skáldsins. Höfundur tónlistar er Jóhann Friðgeir Jóhannsson en einnig er í sýningunni lag eftir son Súðavíkur, Mugison, slagarinn Ljósvíkingur. Ljósahönnður er Jóhann Daníel Daníelsson.

Sýningar á Náströnd - Skáldið á Þröm eru:

Fös. 23. mars kl.20 Uppselt

Lau. 24. mars kl.20 Laus sæti

Fös. 30. mars kl.20 Laus sæti

Lau. 31. mars kl.20 Laus sæti

Páskadag 8. apríl kl.21 Laus sæti

Miðasala á allar sýningar er þegar hafin í síma 891 7025. Miðaverð er 2.500.- kr en skólanemar og eldriborgarar fá 1.000.- kr afslátt af miðaverði.

mnudagurinn 19. mars2012

Samstarfssamningur vi safjararb

Á föstudaginn var endurnýjaður samstarfssamningur Ísafjarðarbæjar við Kómedíuleikhúsið. Samningurinn felur í sér að Kómedíuleikhúsið vinnur ýmis verkefni fyrir Ísafjarðarbæ árlega. Verkefnin eru: Leikhúsið verður með leikatriði á 17 júní, stendur fyrir 4 húslestrum á Bæjar- og héraðsbókasafni, sýnir leikrit og eða menningardagskrá í skólum bæjarins og standi fyrir leiklistarnámskeiði fyrir börn í bænum í tengslum við hátíðina Veturnætur. Samningurinn er til tveggja ára. Kómedíuleikhúsið vill þakka Ísafjarðarbæ fyrir traustið sem bærinn ber til leikhússins og er þessi samningur stór þáttur í því að styrkja starfsemi Kómedíuleikhússins. Gaman er að geta þess að Kómedíuleikhúsið fagnar 15 ára afmæli nú í ár og er leikhúsið meðal elstu starfandi einka leikhúsa á landinu. Óhætt er að segja að starfsemi einkaleikhúsi hafi verið mjög erfið síðustu ár sem sýnir hve fá þau eru eftir í dag sem starfa á ársgrundvelli. Ástæðan er fyrst og fremst skortur á opinberu fjármagni og verður að segjast einsog er að Menntamálaráðuneytið hefur staðið sig afleitlega hvað varðar atvinnuleiklist á landsbyggðinni. Þar á bæ vilja menn bara ekkert með það hafa að svoleiðis sé í gangi. Furðulegt. En sem betur fer hefur Ísafjarðarbær trú á atvinnuleiklist á landsbyggðinni og hefur nú sýnt það í verki með því að gera góðan samstarfssamning við Kómedíuleikhúsið. Hafið þökk fyrir.

Eldri frslur