fimmtudagurinn 29. desember 2011

Sérstök hįtķšarsżning į Bjįlfansbarniš

Jólaleikritið Bjálfansbarnið og bræður hans hefur fengið frábærar viðtökur leikhúsgesta á öllum aldri. Leikurinn var frumsýndur síðustu helgina í nóvember og var sýnt allar helgar til jóla. Sérstök hátíðarsýning verður á jólaævintýrinu vinsæla föstudaginn 30. desember kl.17 í Listakuapstað á Ísafirði. Miðasala er þegar hafin í Vestfirzku verzluninni en ennig er hægt að bóka miða í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. Miðaverðið er það sama kómíska og góða aðeins 1.900.-kr. Vestfirsku jólasveinarnir Bjálfansbarnið og bræður hans halda nú aftur til síns heima eftir vel lukkaða endurkomu en sýning á föstudag verður sú tíunda. Bjálfansbarnið og bræður hans ætla nú að leggja sig næstu 10 mánuðina eða svo en mæta svo aftur fyrir jólin 2012 og stefna þá á leikferð um landið. Nú er bara að bóka sér miða í tíma og bjóða fjölskyldunni allri á sannkallað jólaævintýr.

föstudagurinn 23. desember 2011

Vinningshafar ķ Jólakortaleik Bjįlfansbarnsins

Þorláksmessa komin og við erum búin að draga í jólakortaleik Bjálfansbarnsins og bræðra hans. Allir þeir sem komu í leikhús og sáu jólaleikritið vinsæla Bjálfansbarnið og bræður hans áttu kost á að vinna. Og nú er búið að draga alls eru vinningarnir 35, 10 Machintosh dollur og 25 Þjóðlegar hljóðbækur. Vinningshafar geta nálgast vinninga sína strax í dag í versluninni Hamraborg á Ísafirði. Vinningshafarnir eru:

 

Machintosh:

Daði Snær Grétarsson

Elma Katrín Steingrímsdóttir

Lína Björg

Vala Karítast Guðbjartsdóttir

Þorsteinn Goði Einarsson

Guðmundur Brynjar

Guðmunda Hreinsdóttir

Lára Gísladóttir

Alda Iðunn

Jón Guðni Pétursson

 

Þjóðlegar hljóðbækur:

Lína Guðrún Gísladóttir

Alexandra

Einar Arnalds

Þráinn Orri Unnarsson

Stefán Örn

Sindri Freyr Sveinbjörnsson

Þorsteinn og Guðmundur Einarssynir

Helga Jónsdóttir

Karolína Aníkiej

Guðný Ósk Sigurðardóttir

Eva Rún

Sólrún Katla Elíasdóttir

Harpa Rögnvaldsdóttir

Alexander Hrafn Ársælsson

Karólína Mist Stefánsdóttir

Arna Eiríksdóttir

Sigríður R Jóhannsdóttir

Katrín Lilja

Jónína Arndís Guðjónsdóttir

Einar G Jónasson

Stefanía Jóna Hafliðadóttir

Sóldís Björt

Þorleifur H Ingólfsson

Hjördís Harðardóttir

Rakel Antonsdóttir

 

 

Til hamingju öll og Gleðileg jól.

 

Jólaęvintżri fyrir alla fjölskylduna
Jólaęvintżri fyrir alla fjölskylduna

Hið vinsæla jólaleikrit Bjálfansbarnið og bræður hans hefur gengið fyrir fullum Listakaupstað síðustu helgar. Um helgina verða síðustu sýningar fyrir jól á verkinu. Sýnt verður bæði laugardag og sunnudag kl.14.00 báða dagana miðasala er þegar hafin í Vestfirzku verzluninni og í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. Bjálfansbarnið og bræður hans fjallar um vestfirsku jólasveinanna sem hafa ekki sést í mannabyggðum í eina öld ef ekki meira. Þessir sveinar eru sannkallaðir jólasveinar einsog nöfn þeirra gefa til kynna Froðusleikir heitir einn þeirra annar heitir Langleggur enn annar Lækjaræsir og ekki má gleyma sjálfu Bjálfansbarninu. Bjálfansbarnið og bræður hans er sannkallað jólaævintýr fyrir alla fjölskylduna. Rétt er að geta þess að sérstök hátíðarsýning verður milli hátíðanna og verður sú sýning föstudaginn 30. desember kl.17. Miðasala á þá sýningu er einnig hafin og gengur dúndur vel því um að gera að bóka sér miða í tíma.

mišvikudagurinn 30. nóvember 2011

Bjįlfansbarniš slęr ķ gegn

Nýjasta sýning Kómedíuleikhússins jólaleikritið Bjálfansbarnið og bræður hans hefur sannarlega fengið frábærar viðtökur. Leikurinn var frumsýndur fyrir fullu húsi um síðustu helgi í Listakaupstað á Ísafirði. Nú þegar er orðið uppselt á næstu sýningu sem er á laugardag en ennþá eru laus sæti á sýninguna á sunnudag. Forsala aðgöngumiða fer fram í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði og í miðasölusíma Kómedíu 891 7025. Bjálfansbarnið verður sýnt allar helgar fram að jólum og einnig verður sérstök hátíðarsýning föstudaginn 30. desember kl.17 og stendur miðasala yfir á allar sýningar. Á vef Bæjarins besta bb.is í dag er birtur mjög lofsamlegur dómur um Bjálfansbarnið og bræður hans og má lesa gagnrýnina hér www.bb.is/Pages/26?NewsID=171715

Nú er bara að panta sér miða í tíma á Bjálfansbarnið og bræður hans í Listakaupstað á Ísafirði enda fátt skemmtilegra en að bregða sér í leikhús fyrir jólin.

mįnudagurinn 28. nóvember 2011

Bjįlfansbarniš fékk fullt hśs

Fyrsta frumsýning þessa Kómedíuleikárs var um helgina þegar jólaleikritið Bjálfansbarnið og bræður hans var sýnt fyrir fullu húsi í Listakaupstað á Ísafirði. Hér er á ferðinni leikrit fyrir alla fjölskylduna sem fjallar um vestfirsku jólasveinunum sem hafa ekki sést meðal manna í hundrað ár ef ekki meira. Fullt hús var einnig á annarri sýningu leiksins sem var í gær, sunnudag. Miðasala á næstu sýningar er þegar hafin í Vestfirzku verzluninni og í miðasölusíma Kómedíu 891 7025. Sýnt verður bæði á laugardag og sunnudag kl.14 báða dagana. Eftir það verða sýningar allar helgar fyrir jól og einnig verður sérstök hátíðarsýning milli jóla og nýárs föstudaginn 30. desember en sú sýning hefst kl.17. Miðasala á allar sýningar er í blússandi gangi. Leikritið er sýnt í sal Listakaupstaðar í Norðurtangahúsinu á Ísafirði og er þetta fyrsta leikritið sem er sýnt í Listakaupstað. Bjálfansbarnið og bræður hans er eftir Elfar Logi Hannesson sem einnig leikur. Höfundur jólasveinavísna er Þórarinn Hannesson, Marsibil G. Kristjánsdóttir er skapari vestfirsku jólasveinanna sem og allrar umgjörðar ævintýrsins. Leikstjóri er Ársæll Níelsson.

Kómedíuleikhúsið frumsýnir nýtt íslenskt jólaleikrit í Listakaupstað á Ísafirði um helgina. Leikurinn heitir Bjálfansbarnið og bræður hans, og er sannkallað jólaævintýri fyrir alla fjölskylduna. Hér er sagt frá vestfirsku jólasveinunum sem hafa ekki sést í mannabyggðum í eina öld ef ekki meir. Þessir sveinar eru skrítnir og skondir enda heita þeir mjög undarlegum nöfnum á borð við Lækjaræsir, Refur, Froðusleikir, Langleggur, Baggalútur og svo auðvitað Bjálfansbarnið. Eitt er víst þá verður pottþétt mikið stuð og ævintýri þegar þessir vestfirsku jólagæjar snúa aftur til byggða og munu án efa mála bæinn rauðan að hætti jólasveina. Frumsýnt verður á laugardag í Listakaupstað og hefst sýningin kl.14. Önnur sýning verður daginn eftir, á sunnudag einnig kl.14. Eftir það verður leikurinn sýndur um helgar alveg fram að jólum og milli hátíðanna verður sérstök hátíðarsýning. Forsala á allar sýningar er hafin í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði einnig er hægt að bóka miða í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. Miðaverðið er sérlega jólalegt aðeins 1.900.- kr.

Höfundur og leikari Bjálfansbarnið og bræður hans er Elfar Logi Hannesson, höfundur jólasveinavísna er Þórarinn Hannessson, Marsibil G. Kristjánsdóttir er skapari jólasveinanna sem og allrar umgjörðar sýningarinnar og leikstjóri er Ársæll Níelsson. Bjálfansbarnið og bræður hans er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna og kemur öllum í rétta jólaskapið og styttir einnig biðina fyrir hátíðina sem framundan er.

Allir ķ leikhśs fyrir jólin, Bjįlfansbarniš og bręšur hans stytta bišina
Allir ķ leikhśs fyrir jólin, Bjįlfansbarniš og bręšur hans stytta bišina

Kómedíuleikhúsið hefur gert samning við verslunina Hamraborg á Ísafirði og Ölgerðina Egil Skallagrímsson um að vera aðalstyrktaraðilar jólaleikritsins Bjálfansbarnið og bræður hans. Samstarfið við þessi góðu hugsjónafyrirtæki er fjölbreytt og sannkallað ævintýr. Blásið verður til sérstaks jólaleiks í tengslum við sýninguna þar sem möguleiki er á að hreppa sérlega girnilega vinninga fyrir munn og eyru. Allir þeir er sjá leikritið Bjálfansbarnið og bræður hans, sem verður frumsýnt núna á laugardag kl.14 í Listakaupstað, fá jólakort. Þetta er nú ekkert venjulegt jólakort þetta er nefnilega sannkallað töfrakort. Fyrst ber að nefna að allir þeir sem fara með þetta umtalaða jólakort í verslunina Hamraborg fá gómsætan súkkulaðivinning. Ekki nóg með það heldur fer kortið einnig í Grýlupottinn, nei afsakið, jólapott Bjálfansbarnsins. Á Þorláksmessu verður dregið úr jólapottinum og 35 heppnir áhorfendur fá vinning. Glaðningurinn er bæði Makintos konfekt og Þjóðlegar hljóðbækur. Já, þetta verður sannkallað jólaævintýri og nú er bara að panta sér miða í tíma á Bjálfansbarnið og bræður hans. Forsala á allar sýningar er þegar hafin í Vestfirzku verzluninni og einnig er hægt að hringja í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. Allir í leikhús fyrir jólin.

Bjįlfansbarniš vęntanlegt ķ bęinn į nżjan leik
Bjįlfansbarniš vęntanlegt ķ bęinn į nżjan leik

Jólin koma, jólin koma já bara alveg rétt bráðum. Hvað er betra en að stytta biðina með því að bregða sér á sannkallað jólaævintýri. Kómedíuleikhúsið frumsýnir nýtt jólaleikrit Bjálfansbarnið og bræður hans laugardaginn 26. nóvember í Listakaupstað á Ísafirði. Hér er á ferðinni ævintýralegt jólaleikrit um vestfirsku jólasveinana sem hafa ekki sést í mannabyggðum í eina öld ef ekki meir. Það má því búast við miklu ævintýri þegar þessir kappar snúa aftur og munu örugglega, að hætti jólasveina mála bæinn rauðann. Bjálfansbarnið og bræður hans verður fyrst sýnt síðustu helgina í nóvember og eftir það allar helgar í desember. Sérstök jóla- og hátíðasýning verður milli jóla og nýárs þann 30. desember. Forsala á allar sýningar hefst í dag kl.14.14 í Vestfirzku verzlunni á Ísafirði.  Miðaverðið er sannkallað jólaverð aðeins 1.900.- kr.

Allir í leikhús fyrir jólin.

sunnudagurinn 13. nóvember 2011

Nż heimasķša

Fyrsta frumsżning leikįrsins veršur į jólaleikritinu Bjįlfansbarniš og bręšur hans
Fyrsta frumsżning leikįrsins veršur į jólaleikritinu Bjįlfansbarniš og bręšur hans

Velkomin á nýja heimasíðu Kómedíuleikhússins. Hönnuður síðunnar er Baldur Páll Hólmgeirsson eða Baldur Pan einsog hann er oft nefndur. Baldur er fjölhæfur listamaður og hefur vakið mikla athylgi fyrir verk sín í listinni og þá einkum ljósmyndir hans. En gaman er að geta þess að Baldur er einmitt hirðljósmyndari Kómedíu og tekur allar myndir þessa Kómíska leikárs. Hér á heimasíðunni færð þú allar upplýsingar um atvinnuleikhúsið Vestfirska allt frá upphafi og líka fram í tímann því hér á síðunni er leikárið 2011/2012 kynnt sérstaklega og er það sannarlega alþýðlegt og ævintýralegt. Rós Kómedíunnar Þjóðlegu hljóðbækurnar fá líka sér stöðu hér á síðunni og er hægt að panta þessa þjóðlegu gullmola hér. Kómedían er sífellt í þróun og því rétt að fylgjast reglulega með hér á heimasíðunni.

žrišjudagurinn 11. október 2011

Kómedķuleikhśsiš sżnir į Catalinu Kópavogi

Tvær kómískar og sögulegar vestfirskar leiksýningar verða sýndar á Catalinu Kópavogi þriðjudaginn 8. nóvember kl.20. Sýnd verða leikritin Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix en báðar sýningarnar hafa verið sýndar um land allt og nú síðast í Kaupmannahöfn við miklar vinsældir. Miðaverð er aðeins 1.900.- krónur og það er posi á staðnum. Miðasala er þegar hafin í síma 554 2166. Nú er bara að taka daginn frá og fjölmenna á alvestfirskt leikhús á Catalinu í Kópavogi.

Eldri fęrslur